Þó að ríkisstjórnin falli ekki þá hefur hún misst allt traust og umboðið er gríðar veik.

Talsvert hefur verið rætt um hvort ríkisstjórnin falli núna í sumar eða hvort stjórnarflokkarnir komi sér saman um að hanga á stólunum sem hundar á roði.  Stjórnin virðist ekki ætla að segja af sér og það er spurning hvort sjallaflokkur gæti samt viljað mynda nýja stjórn með nýjum flokkum.  Framsóknarflokkurinn hefur misst allt umboð sem hann fékk 2013.  Misst allan trúverðugleika.  Það er ekkert traust.  

Ef framsókn og sjallar ákveða að hanga á þessu í tvö ár, - þá er stjórnin samt orðin svo veik að erfitt er að sjá hvernig hún ætlar að leysa stóru málin er bíða.  Það sem er mest einkennandi fyrir vinnubrögð þessar hægri-stjórna er hve hún er óprófessíonal.  Ótrúlegt hve þeir geta klúðrað miklu þessir freku kallar.  Það er ekkert langtíma plan.  Engin heildarhugsun.   Það er bara böðlast um völlinn og reynt að frekja sig áfram með tilheyrandi yfirgangi gagnvart hinum lakar settu í samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband