Traust á ríkisstjórn elítunnar, Hörmung, er nánast í núlli hjá þjóðinni. Fáir treysta óvitunum.

Og ekki hefur það aukist eftir fáheyrða framkomu stjórnvalda við bræður okkar þá færeyinga.  Elítstjórnin réðist að bræðrum okkar í færeyjum með hægriöfga-ofstopa og illsku að allan þorra þjóðarinnar setti hljóðan í dag.  Menn góndu bara, opinmynntir, á hroðalegar aðfarir framsjalla:

,,Traust til ráðherra í ríkisstjórninni mælist ekki mikið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Hringt var í 1.056 manns en þarf af náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 61,5%. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.

Annars vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu mest traust?". Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælist með mest traust eða 11%, en þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Athygli vekur að 21% treystir engum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, og 37% eru óákveðin.

„Ég man ekki eftir að hafa séð lakari traustyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna að þeir geti ekki gengið að stuðningi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur."

http://www.visir.is/fjordungur-treystir-honnu-birnu-minnst-/article/2014140828737


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veit ekki betur en þeir fái vistir til að komast til fjáreyja

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 07:43

2 identicon

Hélt lengi að þessi kristinn geir steindórsson briem væri Færeyingur vegna texta hans, en svo mun ekki vera.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband