Sjallarnir samir við sig.

Það kemur auðvitað ekkert á óvart að þeir sjallar reyni að svindla á starfsfólki og seylast í vasa þess.  Þetta er í raun saga sjalla allt frá lýðveldisstofnun og lengur.   Seylast í vasa almennings á allan hátt og hafa hann réttlausan.

Sem dæmi um framferði þeirra sjalla, að þá voru þeir á móti því að sjómenn fengju lágmarkshvíldartíma á sólarhring.  Á móti!   Þeir vildu bara geta haldið fólki vakandi sólarhringum saman eftir behag og þrælað á því á allan hátt með skelfilegum afleiðingum.

Fólki þarf ekki að koma framferði sjalla neitt á óvart núna. 

 


mbl.is „Mér fannst þetta skítleg framkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi frétt kemur Sjálfstæðisflokknum afskaplega lítið við.  En kannski mætti koma því á framfæri að þrátt fyrir ítök sín í verkalýðshreyfingunni hefur LANDRÁÐAFYLKINGIN ekki komið þessu "jafnaðarlaunakjaftæði" út úr kortinu..............

Jóhann Elíasson, 13.8.2014 kl. 11:30

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari.

Ég veit svo sem að það er eins og að skvetta vatni á gæs að óska þess að þú færir rök fyrir fullyrðingum þínum og sleggjudómum - enda bloggið fullt af ósvöruðum spurningum um rök þín fyrir sleggudómum göruræsisins sem þú ástundar svo djarft.

Hefur þú upplýsingar um flokksaðild eigenda veitingahússins Geysis ?

Þá bendir Jóhann á hið augljósa - en þú tekur ekki eftir því frekar en að þú stendur við stóru orðin í möntrusönglinu sem þú ert sífeltt með.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2014 kl. 12:05

3 identicon

Ómar Bjarki ég gett ekki séð að þetta komi Sjálfstæðisflokknum neitt við frekar en öðrum flokkum, Þarna er veitingahúseigandi að svindla sínu starfsfólki.

Filippus Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:26

4 identicon

Að setja samasemmerki á milii arðráns og íhaldsins er auðvitað í lagi og fólk með grunnskólamenntun ætti að vita þetta.

Ekki þar með sagt að allir sjalladúddar níðist á verkamanninum, en dæmin um slíkt eru hinsvegar of mörg.

Þetta kallast á máli Valhallar-stuttbuxna-unglinga; frelsi einstaklingsins.

Eða eru ignorant innbyggjarar búnir að gleyma þjófnaði Sjallabankans, aka Landsbankinn, á sparifé fólks í útlandinu? Never heard about Icesave?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:37

5 identicon

Mér sýnist þú vera að stilla þessu uppa þannig að þetta sé svona af því Sjálfstæðismenn hafa stjórnað landinu lengst allra.

Þá með sömu rökum ætla ég að benda þér á að Sjálfsæðismenn hafa þá byggt upp allt velferðar, lífeyrissjóðs og skólakerfi landsins.

Vinstrimenn hafa einstaka sinnum fengið færi á að láta ljós sitt skína sem er ALLTAF massíf gúmmítjékkaskrif

Wilfred (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:50

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sem þjónustustarf er líklegast að þetta heyri undir VR og þaðan ASÍ.

Hvortveggja er með verulegum Samfylkingarblæ.

Óskar Guðmundsson, 13.8.2014 kl. 14:34

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haukur - ertu á ofskynjunarlyfjum ? ? ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2014 kl. 20:33

8 identicon

Get ekki séð að þetta tengist stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt og hjálpar ekki í umræðunni að stilla því þannig upp. Í umræðunni um jafnaðarkaup sem er undir kjarasamningsbundnum launum er það aðallega ungt fólk sem verður fyrir barðinu á vinnuveitendum. Tökum á málaflokknum með málefnanlegri umræðu.

Stjórnmálamenn mega hins vegar taka á honum stóra sínum, sameinast á næsta þingi og setja lög eða reglugerð sem gefur verkalýðsfélögum heimild til að kalla eftir launaseðlum starfsmanna til að kanna hvaða laun eru greidd. Það á ekki að þurfa kvörtun til, með tilheyrandi kostnaði fyrir starfsmann, REKINN!

Þeir sem starfa ófaglærðir á bar þiggja laun samkv. kjarasamningum Eflingar.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband