Snilldarleikur Þjóðverja taktískt séð.

Það gekk eftir sem sumir höfðu spáð, að Þjóðverjar væri taktískt sterkara lið heldur en frakkar og að fyrirfram væru þjóðverjar sigurstranglegri: http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1404416/

Þó má segja að munurinn milli liðanna var etv. meiri en flestir áttu von á.

Það gekk að vísu allt upp hjá þjóðverjum og þeir náðu marki úr föstu leikatriði mjög snemma - og eftir það fannt mér Frakkland lítinn séns eiga.  

Sérlega kom á óvart að frakkar skyldu ekki geta ógnað Þýskalandi meira í seinni hálfleik.  Þjóðverjar einfaldlega drápu leikinn með afar snjallri og yfirvegaðri útfærslu taktískt séð.  Liðsheildin algjörlega óaðfinnanleg.  Það kom aldrei feilpúst í strategíu þjóðverja.

Sumir hafa nefnt að einkennilegt hafi verið að frakkar skyldu ekki senda meira langa bolta  innfyrir vörn þjóðverja og láta reyna á kapphlaup.  En þjóðverjar léku á stundum með öftustu línu framarlega og flatt uppá að nýta sér rangstöðueffektinn og talað hefur verið um að sumir varnarmanna þýskalands séu frekar hægir.

Eg veit það ekki, það þarf að horfa oftar á suma kafla leiksins til að greina það atriði algjörlega - en mér fannst samt frakkar stundum vera að reyna það.  þ.e. senda langa bolta innfyrir.  Það barasta gekk ekkert.  Þjóðverjar voru svo fljótir að lesa öll útspil frakka að viðkomandi varnarmenn voru snöggir afturávið þegar við átti. 

Hitt er svo annað mál, að ekki var þessi leikur kannski neitt skemmtilegur áhorfs lengst af - nema þá uppá að skilgreina dýpri strategíur og taktík.   Og það hafa ekki allir gaman af því. 


mbl.is Hummels kom Þjóðverjum í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband