Hvenær ætla framsjallar að kæra Breta?

Eitthvað að frétta af kærunni??

,,Við framsóknarmenn teljum að Bretana eigi að kæra strax, kæra þá sem samstarfsþjóð á hinu Evrópska efnahagssvæði, kæra þá fyrir ólögmæta og einstaka aðför að lítilli vinaþjóð og fyrir að úthrópa Ísland gjaldþrota. Það gerði forsætisráðherra þeirra. Slík yfirlýsing hafði lamandi áhrif á framsækin íslensk fyrirtæki. Út á þessa yfirlýsingu Browns er verið að stöðva viðskipti Íslendinga um víða veröld fram á þennan dag. —Við Íslendingar töldum okkur starfa samkvæmt löggjöf á forsendum samninga og siðareglna á hinu Evrópska efnahagssvæði. — Við eigum að kæra bresku ríkisstjórnina til Brussel, kæra breska heimsveldið til hæstu skaðabóta. Breskar lögmannsstofur hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé réttur Íslands. Ég hef sannfrétt að til Íslands séu þegar komnir breskir lögmenn vegna Kaupþingsmálsins. Fróðlegt væri fyrir þingnefndir Alþingis, á sviði laga og réttar og viðskipta, að fara yfir stöðu þessa máls með bresku lögmönnunum sem hingað eru komnir. Ég tel enn fremur að við eigum að kæra breska forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans sem brotlega þjóð til alþjóðasamfélagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, framferði þeirra er mannréttindabrot af verstu gráðu."

http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20081015T142028.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband