Launsátrið mistókst gjörsamlega.

Atlaga ákveðins arms Sjalla að formanni flokksinns fer sennilega í sögubækurnar sem misheppnaðasta launsátur ever.    Þó má segja sem svo að vörnin við  fyrirsátinu hafi verið býsna snjöll og óvenjuleg eða nýstárleg.

Upplegg launsátursmanna var í sjálfu sér ekki al-galið.  Þeir földu sig þarna í gildraginu við grjóturðina og létu glytta í rýtingana og vopnin og hugsunin var að formaðurinn neyddist til undanhalds.

En formaðurinn átti þá eitt vopn sem launsátursmenn reiknuðu ekki með.  Hann dró tilfinningasverðið úr slíðrum.   Á einu augabragði snerist staðan.  Launsátursmenn voru neyddir úr felum og út á opið svæði - en það vildu þeir alls ekki og hlupu hver í sína átt eftir gilbotninum og bak við grjóthnullunga. Jafnhliða snerist almannarómur með formanninum.

Hitt er svo annað mál, að ef formaðurinn tekur ekki á þessu og þá þannig að hafi varanleg áhrif - þá stórefa ég að launsáturmenn séu af baki dottnir.   Fyrsta sem þeir gera eftir þessa misheppnuðu för sína verður án efa að setja á fund þar sem nýtt plan er samið.


mbl.is Bjarni heldur áfram sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar Bjarki, er þetta ekki sama vandamáliða alls staðar, launsátursfólk og lobbyistar inn um alla pólitík og stjórnkerfi?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 13:06

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sennilega má segja sem svo. En það er óvenjulegt að formanni flokks sé veitt fyrirsát á slíkum tímapunkti og með þessum hætti og fyrirsátið verði svo dramatiskt. Jafnframt spilar inní um hvaða flokk er að ræða. Flokkur þar sem smkvæmt hefð formaðurinn hefur ákveðinn status og mikið lagt upp úr samheldni og stuðningi við hann.

Nú er spurningin: Breyta þessir atburðir einhverju um afstöðu kjúsanda og þá sérstaklega í því samhengi að mikil hreyfing hefur verið á atkvæðum?

Eg met það svo að það sé alveg eins líklegt. Sjallaflokkur náði þarna ákveðinni athygli. Náði að fanga momentið. Maður hefur ekkert heyrt minnst á framsókn og 400 milljarðana í tvo daga að verða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.4.2013 kl. 13:27

3 Smámynd: Óskar

Þetta er einhver furðulegasta uppákoma í Íslenskri pólitík sem um getur og er þjóðin þó ýmsu vön. Hanna Birna kemur útúr þessu með skítinn uppá bak enda fingraför hennar á öllum hnífunum í settinu sem reynt var að raða í bakið á Bjarna. Hún er nú svosem þekkt fyrir svona vinnubrögð, bæði Villi Vill og Óli klikk fengu að kenna á hnífakastinu hennar.

Þetta rugl færir sjöllum einhver samúðaratkvæði en eftir stendur sem áður að næsta ríkisstjórn liggur því miður á borðinu, sjallar of framsókn eru samanlagt með 50-60% í öllum könnunum og þjóðin á erfiða tíma í vændum með þessa gjörspilltu klíkuflokka við völd.

Óskar, 13.4.2013 kl. 16:11

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, það er rétt. Þessi kosningarbarátta er bara farin að snúast um hvert innbyrgðisfylgi B&D verður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.4.2013 kl. 17:51

5 identicon

Er ekki vandamálið það að þessi pólitík hjá okkur er orðið eitt allsherjar miðjumoð og nánast öll stjórnmálaöfl að fiska í sama pollinum, bara spurning um hver er með girnilegustu beituna, það vantar orðið alvöru átök og alvöru umræður og að það sé ekki hægt að fara fram með einhverja afleita vitleysu án þess að það valdi hávaða, átökum og verði eftirtektarvert. það vantar að flokkar marki sér ákveðnar stefnur og standi og falli með þeim og selji ekki megin stefu sína fyrir ráðherrastóla handa flokkselítunni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband