Frasinn feik news er ekkert nýr. Eldgamall frasi sem nasistar gerðu verulega vinsælan.

,,The Nazis adopted the term for their propaganda against the Jewish, communist, and later the foreign press."  https://en.wikipedia.org/wiki/Lying_press


Brexitbrandarinn.

Mikið hefur verið hlegið að bretum og ofsa-hægri rugludöllum vegna brexitklúðursins sem þeir komu öllu Bretlandi í.  Það liggur núna alveg kristalskýrt fyrir, hverjum hugsandi manni sjáanlegt, að allt tal ofsa-manna varðandi ESB er bara þvæla og það sem verra er:  Vísvitandi lygi.  Andstæðingar ESB eru sí-ljúgandi.  Virðast haldnir einhverskonar lygasýki.


Viðsjárverðir tímar.

Verður að segjast að óvissan er talsvert mikil í heimsmálunum eftir að Trump var kosinn í valdamesta ríki heims.  Brexit er aukaatriði.  Uppgangur ofsa-þjóðernisflokka í sumum Evrópulöndum er ekki neitt.  Þetta með Trump er allt annars eðlis.  Almennt eru stjórnmálaskýrendur á því, að aðrir þjóðarleiðtogar viti ekkert hvernig þeir eigi að taka Trump.  Þ.e. viti ekki alveg hvað hann er raunverulega að meina eða hvernig þeir eigi að taka orð hans og ummæli sum.  Núna er krúsíalt að lýðræðisríki ESB og Evrópu standi saman. 


Bloggfærslur 20. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband