Íslenskur handbolti á niðurleið.

Er auðvitað orðið svo mikið úrval af íþróttum og fólk er að standa sig vel í mörgum greinum.  Handbolti er ekki eins einráður og hann var hér uppi lengi vel.

Auðvitað átti Ísland að vinna Túnis.

Túnis var að gera grunn handboltamistök trekk í trekk og reynsla Íslands og kerfishandbolti hefði auðveldlega átt að ráða við túnisbúa.  En nei!  Túnis var í raun aðeins sterkara í heildina og Ísland heppið þegar upp var staðið að ná einu stigi.

Það er svo sem margir þættir sem mættu vera betri hjá Íslandi en sóknarleikurinn er nánast enginn.

Að mínu mati er skýringin á döprum sóknarleik sá, að það eru einfaldlega ekki nægilega sterkir og fjölhæfir menn fyrir utan.  

Skyttustöður í nútímabolta byggja ekki eingöngu á að geta skotið fast á markið.  Byggir líka á leikskilningi, gegnumbrotshæfileikum og sendingargetu á línu eða í horn.

Það er ekkert ofantalið sem Ísland hefur hjá útispilurunum nema skothæfileikinn.  

Bestu handboltaliðin, ss. Frakkland, Spánn, fv. Júgúslavía og fleiri, geta hinsvegar auðveldlega ráðið við sóknir sem hafa ekki fjölbreytileika í útfærslum.  Þeir beina einfaldlega skyttunum í erfiðar skotleiðir og markmaður sér um rest.  Menn verða að geta tekið einn á einn, gegnumbrot, snögg skot af gólfi o.s.frv.  Það er ekkert í gangi í íslensku sókninni nema langskot.

 


mbl.is Ákveðnir leikmenn ekki náð sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband