Útlitið dökkt hjá grikkjum.

Ég er farinn að efast um að grikkir séu færir um að gera samning að gagni nú um stundir.  Lýðskrumið er svo yfirgengilegt.  Bullið hefur náð slíkum hæðum.  Yfirlýsingar sumra Syrisaflokksmanna gefa ekki væntingar til bjartsýni.  Þarna eru náttúrulega menn innanborðs sem eiga rætur í Kommúnistaflokknum.  

Jafnframt finnst mér tal Tsiprasar svo ómarkvisst.  Tal hans er loðið og líkt og án yfirvegunar og án þess að hann sjálfur hafi einhverja sýn og að hann ætli að þoka málum fram líkt og sýn hans segir til um o.s.frv. 

Samt sem áður, samt sem áður, eru möguleikar þarna.  Þ.e. fyrir Tsipras sérstaklega.  Vegna þess einfaldlega, að atburðir síðustu daga og vikna hefur veikt flest stjórnmálaöfl í Grikklandi.  Stjórnarandstöðuflokkarnir Pasok og ND eru forystulega laskaðir og Samaras sagði nýlega af sér formennsku hjá ND.

Skyndilega er sú staða komin upp að það er tómarúm og Tsipras hefur færi á að fylla duglega uppí það.  Hann sigraði kosningarnar síðast og líka þjóðaratkvæðagreiðsluna.  Grikkland komið á bjargbrúnina og síðasti séns að halda Evru og sterkum tengslum við ESB.

Ef hann næði fram samningi sem tryggði áfram stöðu Grikklands með Evru og aðild að ESB, - þá myndi koma stuðningur frá Pasok og ND ásamt almennum Evrópusinnum  Tsipras stæði með pálmann í höndunum og yrði langsterkasti stjórnmálamaður Grikklands, allavega tímabundið.


Bloggfærslur 9. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband