Búið að semja við kröfuhafa.

Það er nú eiginlega það sem er fréttnæmt að búið er að semja við talsvert stóran hluta.  Eða það er búið að ganga að tillögum kröfuhafa, minnir mig það sé orðað.  Það verður sennilega að taka þá fullyrðingi ríkisstjórnarinnar trúanlega að búið sé að semja.  Hinsvegar hafa menn eitthvað verið að reikna ríki gróða úr þessu.  Það er allt loðið og teygjanlegt og gæti vel reynst mestanpart froða.


Höftin hert.

Það kom eflaust mörgum á óvart að ríkisstjórn framsjalla skildi herða höftin eftir að hafa lofað að afnema þau.  Kom mér eigi á óvart.  Það er alveg vitað hvers virði loforð þessara framsjallapeyja eru.  Einskis virði.  Að sjálfsögðu hertu þeir höftin þegar þeir lofuðu að losa.


Það linnir ekkert hneykslismálum ríkisstjórnar. Núna er það leki í DV. Athygli beinist að forsætisráðherra.

Þessi ríkisstjórn er bara eitthvað miklu miklu verra en nokkur óttaðist.  Stórskaðleg landi og lýðnum.   Og það er ekkert nokkurt lát á.  Fer sí-versnandi virðist vera.   Maður átti bara ekki orð eftir að hafa séð útsendingu frá miðnæturfundinum.  Það þurfti að bregðast við hart vegna afglapa ríkisstjórnarinnar.   SJS og fleiri þurftu að grípa fram fyrir hendurnar á framsjöllum og bjarga málum þarna.

 

 

 


Bloggfærslur 8. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband