Ríkisstjórnarsirkusinn heldur áfram.

Nú hafa þeir boðað fund rétt undir miðnætti og eitthvað voða húllumhæ kringum það.  Það má auðvitað fastlega eiga von á því að almenningur fái að kenna á því.  Fáir gefa mikið fyrir loforð framsjalla um 500 milljarða í cash.   Reynslan af þessum mönnum er nú eigi slík að þjóðin gefi mikið fyrir það loforð.  Í besta falli er hlegið að því.


Eiginlega allir ráðherrar ríkisstjórnar í vanda. Enn bætist við mál menntamálaráðherra.

,,Ilugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, fékk einnig lán frá orkufyrirtækinu Orku Energy, sem hann vann hjá sem ráðgjafi, árið 2011. Áður hefur komið fram að Illugi hafi unnið hjá fyrirtækinu meðan hann var í leyfi frá þingstörfum vegna athugunar á meintum brotum sem til skoðunar voru í tengslum við Sjóð 9 hjá Glitni þar sem Illugi var stjórnarmaður. Illugi hefur ekki svarað spurningum um hversu mikið hann fékk greitt í heildina frá Orku Energy fyrir þessi störf en heimildir Stundarinnar herma – til eru gögn í málinu um þessi viðskipti Illuga og orkufyrirtækisins – að greiðslurnar hafi numið um tíu milljónum króna."

http://stundin.is/frett/illugi-fekk-lika-lan-sem-hann-vill-ekki-tala-um/


Bloggfærslur 7. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband