Grikkir virðast hafa sent frá sér raunhæfa áætlun.

Málin eru þó frekar óljós ennþá.  Meðal annars hafa sumir fjölmiðlar, ss. FT, fullyrt að grikkir hafi sent frá sér röng skjöl í fyrstu og síðan hafi komið ný skjöl.  Þessu er þó neitað í Grikklandi.  Hálfvandræðalegt.  En samkvæmt Reuter felst tilboð grikkja í að hafa 3 virðisaukaþrep, 6, 13 og 23%,  sérstakan skatt á hagnað fyrirtækja auk hækkunnar skatts á laun yfir vissu marki og að lokað sé ákveðnum gluggum sem leyfa eftirlaunaaldur fyrir 67 ára aldur.  Þessar aðgerðir eiga að leiða til að ríkisútgjöld komist í þokkalegt jafnvægi yfir lengri tíma.  Við fyrstu sýn virðast þetta nú ósköp sakleysislegar ráðstafanir og vandséð að sjá meinta kúgun og harðræði.  Það er vandséð.  En vissulega er margt enn óljóst og ýmsar stofnanir eiga eftir að rýna betur í dæmið.  Vekur athygli að ekkert er minnst á skuldaeftirgjöf.

 


Bloggfærslur 22. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband