Það fréttist ekkert af millifærsluskýrslunni og afnámi gjaldeyrishafta.

Hvorutveggja var að búið að boða.  Í fyrsta lagi átti að koma mikil skýrsla um dreifingu niðurgreiðslu íbúðarlána og í annan stað er von á lögum sem afnema gjaldeyrishöftin meira eða minna.  Stjórnvöld lofuðu því.

Það fréttist ekkert.  Og það er skrítið.  Hlýtur að vera allt mestanpart tilbúið og sérstakt að ekkert berist út um efnisinnihald.  

Best gæti eg trúað að lítið sé um efnisinnihald í báðum atriðum.


Það er náttúrulega alveg réttlætanlegt að grýta rikisstjórninni frá kjötkötlunum.

Þeir náttúrulega plötuðu fólk dáldið mikið í kosningunum 2013, sögðust ætla að gefa því fullt af pening maður og eg veit ekki hvað og hvað.  Paradís barasta.

Sumir mundu segja að þeir hafi logið og svikið sig að kjötkötlunum.

Ríkisstjórnin er ekkert annað en fólkið.  

Þettar spurning hvort fólkið ætlar að taka ráðin í sínar hendur, - eða hvort það ætlar að láta freka kallinn leika lausum hala á Þinginu.

 


Bloggfærslur 26. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband