Kýpur/ESB: Öll fjármagnshöft hverfa eftir nokkra daga. Ísland: Hvaða rugl skildi forsætisráðherra koma fram með þennan daginn?

Misjöfn eru mannanna verk og kjörin.  ESB hefur spunnið langan hagsældarvef en framsjallar böðlast og brjóta á þjóð sinni í höftum og helsi.

,,Cyprus president Nicos Anastasiades speaks to the media during a press conference at the presidential palace in Nicosia, Friday April 3, 2015. Cyprus’ president on Friday said that the last few remaining restrictions on transferring money abroad that were imposed during the country’s traumatic financial rescue will be eliminated next week. (AP Photo/Petros Karadjias)"

...

http://www.usnews.com/news/business/articles/2015/04/03/cyprus-president-all-capital-controls-gone-next-week


Dýraverndunarlög eru miklu lengra komin í ESB en hér.

Það virðist vera aðallega það sem dændasamtökin hafa á móti ESB.  Dýravernd er svo þróuð í ESB og framsækin, - að bændasamtökin geta ekki hugsað sér slíkt.

Þá er eitt sem menn gleyma alveg í umræðunni um landbúnað á Íslandi og skýjum ofar talið um Ísland sem landbúnaðarland sem geti flutt út afurðir í stórum stíl.

Það fara fáir erlendis að kaupa landbúnaðarafurðir frá Íslandi ef lög þar eru þess eðlis að farið er verr með dýr þar en í Evrópu.  Mestallur útflutningur á landbúnaðarafurðum yrði þá tómt mál að tala um.

Íslendingar sumir virðast eiga erfitt með að skilja það, að í nútímanum eru gerðar ákveðnar kröfur um vöru, gæði og eftirlit.  Það tengist svo aðgangi að bestu og hagkvæmustu mörkuðum.  

Það er eins og fólk skilji þetta ekki.  ESB er bara tæki Evrópuríkja til að auðvelda þessi samskipti.  Þessi samskipti yrðu alltaf til staðar hvort sem ESB er til eða ekki.  ESB auðveldar þetta bara og er eins og ákveðin tækni í nútímanum, álíka og sími eða internetið.


Bloggfærslur 3. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband