Fylgi ríkisstjórnarinnar hlýtur að fara niður um 5% í næstu gallup-könnun.

Slík er frammistaðan og ósköpin sem koma frá þessu.  Framsóknarflokkurinn hlýtur að fara vel niður fyrir 10%.  Framkoma hans er þesskonar.  Ólýsanleg hörmung.  Alltaf þegar maður heldur að framsjallar geti ekki farið neðar og framkvæmt meiri spillingu, - þá kemur eitthvað verra.  Það sem þessi ríkisstjórn hefur helst kennt þjóðinni er, að lengi getur vont versnað.


Nóg að gera hjá framsóknarmönnum við að moka fjármunum almennings í eigin vasa.

,,Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna.

Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum."

http://www.visir.is/eiginkonan-hagnast-a-makrilfrumvarpi/article/2015704249961


Bloggfærslur 24. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband