Enn þegja sjallar. Þegja og þegja. Allir.

Þögn sjalla í hinu ljóta Haftamáli þeirra fer að verða, - ekki bara undarlegt heldur undirfurðulegt.

Þögnin ein.  Hægt að heyra saumnál detta í sjallaranni.

Afhverju?  Er það PR spuni eða eru þeir reiðir Sigmundi?

Sumt bendir vissulega til að sjallar og aðallega nánasti hópur í kringum Bjarna, (og það er náttúrulega það sem skiptir mestu varðandi stefnu flokksinns)  séu afar reiðir SDG og frmsóknarmönnum.  

Að þeim þyki sem framsóknarmenn beri kuta afan við bak og hafi nú reynt að leggja til sjalla.  Ekki bara í Haftamálinu heldur eru fleiri mál sem eins og er beint gegn sjöllum og þá sérstaklega beint gegn Bjarna sjálfum.


Framsóknarmenn rústa afnámi hafta.

Eitthvað hefur verið rætt um furðulega uppákomu hjá framsóknarmönnum fyrir nokkru.  Þar kom formaðurinn og talaði eitthvað um höft og helsi þeirra framsjalla, - og það hefur enginn fundist ennþá sem botnaði í tali hans.

Það sem er hinsvegar sérkennilegt og vekur sífellt meiri umræður manna þá milli hjá þjóðinni er, - algjör þögn sjalla.

Sjallar virðast hafa sokkið niðurí jörðina.  Eru horfnir.


Bloggfærslur 12. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband