Bjölluat í Brussel.

Fátt hefur vakið jafnmikinn hlátur innbyggja síðari ár en bréfasendingar framsóknar- og sjallamanna til Brussel.

Þeir poppuðu upp með það, að nú ætti að afturkalla Aðildarumsókn.

Í stuttu máli, þá hefur enginn enn fundist sem skilur bréfið.  Svo furðulegt er efnisinnihald þess.  Ríkisstjórnin virðist ekki heldur skilja það.

Það væri framsóknarmönnum nær að sitja bara kyrrir heima hjá sér!   Gerandi sig svona að fífli með bjölluati í Brussel eins og hverjir aðrir pörupiltar eða jólajeppar, - þetta er svo skaðlegt fyrir landið drengir!  Landið og lýðinn.  

Þetta lítur út fyrir erlendum sem að nánast fávitar séu við stjórnvölin á landinu hérna.  Nánast fávitar.  


mbl.is Skiptir sér ekki af umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af ingjaldsfíflsbréfi framsóknarmanna: Það er sokkið!

,,Ég dreg því þá ályktun að viðræður séu í gangi en á þeim hafi verið gert hlé. Ný ríkisstjórn geti því tekið upp þráðinn að nýju ef henni sýnist svo. Þetta er meginatriði málsins," segir Össur að lokum."

http://www.dv.is/frettir/2015/3/17/esb-vidraedur-standa-enn/


Ríkisstjórnin verður þegar í stað að afturkalla bréfið sem utanríkisráðherra laumaðist með úr landi í trássi við þjóðina.

Það er eina skynsamlega leiðin úr þessu endemis klúðri sem sjallar og framsóknaróbermin hafa komið landinu í.  Þeir verða að draga bréfið tilbaka og lágmarka skaðann af vitleysisheimsu framsjalla og heimssýnar.  Það er ekkert hægt að senda bara eitthvert bréf frá sér og enginn skilur hvað stendur í því.  Gengur barasta ekki upp.  


Bloggfærslur 17. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband