Hvað gerðist nákvæmlega þegar Holland seldi kröfur sínar á Landsbankann?

Það eru kannski flestir búnir að gleyma því þegar framsóknarmenn samþykktu að borga icesaveskuld landsins uppí topp fyrir skömmu.  Það var samið um að fjármagna skuldarbrefið fræga.  Þetta samykktu íslensk stjórnvöld núverandi.  Það var bara ekkert talað um það af própagandarörum framsjalla sem stundum eru kölluð fjölmðiðlar.

Nú, síðan bárust fréttir af því að hollendingar hefðu selt kröfurnar á bankann.

En hvað gerðist nákvæmlega við það?

Jú, það sem gerðist var að Holland fékk borgaðan höfðuðstól skuldarinnar (Og aðeins rúmlega vegna hagstæðs gengis)

Hvað þýðir þetta?  Það þýðir það að þeir sem keyptu telja augljóslega að eftir meiri eignum sé að slægjast þarna.

Þetta þýðir það að eignir bankans eru mun verðmætari en talað var um hér fyrir nokkrum árum.


Bloggfærslur 10. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband