Ródsjó Syriza-bræðra um Evrópu misheppnað.

Að mínu mati.  Forsvarsmenn nýju stjórnar í Grikklandi lögðu land undir fót og heimsóttu ýmsa staði í Evrópu til að ræða við viðkomandi valdhafa.  Yfirbragð þessa er vandræðalegt eða útkoman er vandræðaleg.

Það virðist koma þarna í ljós, það sem eg hafði margsagt mönnum hér, að meginupplegg grikkja eða ýtrustu kröfur, - hafa nánast engan stuðning annarsstaðar í Evrópu.

Sumir gera mikið úr því að frakkar eða ítalir styðji grikki og séu á sama máli o.s.frv., - ég feila að sjá þann stuðning frá viðkomandi löndum.

Virkar frekar svona kurteisisleg viðbrögð hjá frökkum og ítölum frekar en stuðningur.

Meginvandi Syriza bræðra er, - hversu óljóst upplegg þeirra er eða hvað nákvæmlega þeir eru að fara fram á.

Þeir virðast hafa bakkað frá nánast öllu sem þeir töluðu  um undanfarin ár.  þ.e. það sem snýr að ESB og skuldamálum.  Þeir virðast hafa bara sett það upplegg ofan í skúffu eða jafnvel í ruslið.

Uppleggið núna er allt öðruvísi og miklu vægari í öllum aðalatriðum.  Það er þó sá galli á að nokkur óljós atriði eru í upplegginu og efasamt að allur Syriza flokkur sé að baki því.


Bloggfærslur 5. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband