Það hafa allir hafnað megin kröfum Syriza og grikkja. Ekki bara þjóðverjar.

Grikkir eru að fara fram á stórfelda lækkun ríkisskulda.  Ríkisskuldirnar eru aðallega skuldir við Evrópuríki og komu til þegar Grikkland var endurfjármagnað á hagstæðum kjörum fyrir nokkrum árum.  Þeir borga nánast enga vexti af þessum lánum og vaxtakostnaður þeirra er lægri en Íslands miðað við hlutfall af GDP, svo dæmi sé tekið.

Tsipras og Syriza eru að fara fram á að þessar skuldir verði að hluta felldar niður.

Þetta getur auðvitað ekkert ríki samþykkt.  Segir sig alveg sjálft.

Þetta er svona sambærilegt ef Ísland hefði farið fram á það, að færeyingar myndu fella niður um helming lánsins sem þeir veittu íslendingum eftir að sjallar rústuðu landinu síðast.

Tsipras og Syriza eru að eyðileggja svo fyrir sér og Grikklandi með fráleitum kröfum, - að maður áttar sig tæplega á hvað þeim gengur til með þessu.

Gagnrýni á Syriza fer vaxandi meðal annarra pólitískra afla í Grikklandi.  M.a. er bent á, að innan Syriza flokkabandalagsins eru öfl sem tengjast gömlu kommúnistunum og þar er á kreiki hugmyndafræði sem erfitt er að sjá að fitti inn í dag varðandi vanda Grikklands.

Talið er að sí erfiðara verði fyrir Tsipras að halda öllum örmum flokksinns saman.


mbl.is Grikkir óska eftir framlengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á almenningur mikinn skaðabótarétt á framsóknarmenn?

Það er vel lýðum ljóst hve mikið tjón framsóknarflokkurinn hefur bakað almenningi.  Nægir að nefna bankann þeirra og svo fíaskóið þegar þeir lágu á hnjánum árum saman fyrir framan alþjóðlegt stórfyrirtæki, gott ef ekki hrægamma, og gáfu eftir rétt þjóðarinnar og höfðu af almenningi stórfé, tug milljarða á tug milljarða ofan.

Saga framsóknarmanna hin seinni ár er saga skaða og tjóns fyrir land og lýð.


mbl.is Almenningur fái sama rétt og ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband