Tékkar spila vel gegn Íslandi.

Allt gekk furðulega vel upp hjá tékkunum en nánast ekkert hjá Íslendingum.

Samt er það auðvitað þróun leiksins sem vekur athygli.

Það gerist þarna í byrjun, að Ísland náði augljóslega engum takti í sinn varnarleik.  Það virtist vera vegna þess, að gríðarhraði var í sóknarleik tékka en samt þokkalega flókin kerfi með mikilli breidd.

Nú sá eg ekki fyrri leiki tékka á mótinu en skilst að þeir hafi spilað ferkar illa hingað til.  Það var engu líkara en hraði tékka og ákafi slægi íslensku vörnina útaf laginu fyrstu 15 mínúturnar, - og síðan náði hún sér aldrei almennilega eftir það.

Tékkar hafa sennilega verið búnir að lesa leik Íslands afar vel og leggja upp plan.  Hvað eftir annað voru þeir að keyra ,,aðra bylgjuna" á Ísland með fáránlega góðum árangri.

Sókn íslendinga náði aldrei neinum dampi.  Það var svo lítið í gangi.  Þá kom fram veikleikinn,  sem eg hef minnst á áður í umfjöllun, að sóknarleikur Íslands leitar svo mikið inná miðsvæðið.  Þar eru flest lið komin með afar hávaxna varnarmenn sem blokkera einfaldlega skotin að utan.  

Í dag verða lið alltaf að geta sótt utanvert á miðsvæðið, helst með gegnumbrot að takmarki.  Það er svo lítið af því tagi frá Íslandi.  Vantar alla tilbreitingu í sóknarleik Íslands og lítil breidd.   Sóknarleikurinn varð því einhæfur og fyrirséður.  Tékkar neyddu Ísland hvað eftir annað í slæma skotstöðu sem markmaðurinn átti auðvelt með að taka.

Ísland var ekkert að skora að ráði fyrir utan.  En það var fyrir nokkrum árum mikið tromp hjá Íslandi, að þeir áttu nokkra menn, Arnór, Snorra Stein, Aron að hluta og fl., sem gátu komið hratt á 6:0 vörn og skotið snöggt og hnitmiðað yfir vörnina með litlu uppstökki eða nánast af gólfinu.  Þetta sést ekki lengur.  Skýringin hlýtur að vera að tilhneigingin undanfarið er að hafa bara enn stærri varnarmenn sem taka einfaldlega þessi skot mestan part.

Í framþróun leiksins ríkti svo algjört ráðleysi í sóknarleik Íslands.  Tékkar hinsvegar léku við hvern sinn fingur.

 


mbl.is Vorum grútlélegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk sjallar, takk framsóknarmenn, fyrir að eyðileggja möguleika Íslands.

Ef skynsemi hefði verið höfð að leiðarljósi, - þá væri Ísland núna aðili að Sambandinu og allir komnir með Evrur.  En nei!  Framsjallar gótu eigi unnt almenningi þess hagræðis og ábata.  Þeir eyðilögðu það.  Og það er kannski skiljanlegt enda hafa þessir flokkar bókstaflega á stefnuskrá að vinna ekki að almunahagsmunum heldur vilja þeir vinna að hagsmunum 1-5% hinna ríkustu í samfélagi.  Og þeirra framsjalla ráðslag er allt í þá átt að taka peninga frá hinum verr stæðu og færa hinum best stæðu.  Þá er náttúrulega ekki von á góðu.  En þetta vill meirihluti innbyggjakjósenda.


mbl.is Svona á að bjarga evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband