Samið ítarlega um Icesaveskuld landsins. Vextir 3 og 4% yfir LIBOR. Fjölmiðlar þegja. Enginn framsóknarmaður lætur ná í sig.

,,Lokagreiðsla Landsbankans til LBI verður innt af hendi í október 2026 í stað október 2018. Eftirstöðvar skuldarinnar greiðast með tíu skuldabréfum sem koma til greiðslu á tveggja ára fresti, útgefnum í sterlingspundum, bandaríkjadölum og evrum. Landsbankinn hefur heimild til að greiða skuldina niður að hluta eða að fullu án kostnaðar, hvenær sem er á tímabilinu.

Landsbankinn og slitastjórn LBI hafa einnig samið um breytingar sem m.a. veita Landsbankanum rétt við ákveðnar aðstæður, til að fresta greiðslu hluta þeirrra fjárhæða sem eru á gjalddaga 2018 og 2020. Þá lækkar lágmarksveðhlutfall úr 125% í 115% af eftirstöðvum skuldar á hverjum tíma.

Vaxtakjör verða óbreytt til október árið 2018, þ.e. 2,9% álag ofan á LIBOR vexti. Eftir það fer vaxtaálagið stighækkandi og verður 3,5% vegna gjalddaga 2020 og að lokum 4,05% vegna lokagjalddagans árið 2026."

...

http://www.landsbankinn.is/frettir/2014/12/04/Samkomulag-Landsbankans-og-LBI-um-breytingar-a-skilmalum-skuldabrefa-odlast-gildi/?newsid=1340880c-7bde-11e4-b59d-0050568800ef


Sjallar og framsóknarmenn ákveða að borga Icesaveskuld landsins upp í topp. Allt í gúddý.

Svokallaðir fjölmiðlar hérna minnast tæplega á að verið sé að borga Icesave.  Helst RUV.  Aðrir þegja - enda allt í eigu framsjallaelítunnar meira og minna.

Jafnframt er dáldið mikið áberandi - hrópandi þögn framsóknarmanna!  Og ekki er minnsti vottur hjá fjölmiðlum að spurja framsóknarmenn um hverng þeim lítist nú á að vera að borga Icesave.  

Samningurinn er svo nákvæmlega sá sami og alltaf var til umræðu.  Eignir bankans borga skuldina plús skuldarbréf og vextir.

Uss, uss.  


Vesturland var Sjallablað. Svona er ,,umræðuhefð" Sjalla. Í restina í grein sem fræðimenn benda á - fylgdi svo hótun!

Það er ekkert nýtt að sjallar stundi hrotta-umræðu.  Eldgömul saga.  Svona hafa þeir alltaf verið og alveg óskaplegt hve þetta hefur skaðað landið og lýðinn.  Merkilegt að sjá í sjallablaðinu Vesturlandi eftir öll ósköpin sem koma fram og vitnað er í af fræðimönnum, þá kemur hótun! - Sem tæplega er hægt að skilja öðruvísi en hótun um líkamsmeiðingar:

,,Ef þeir Hagalin & Co. hafa ekki sómatilfinningu til þess að færa gemling þennan af almannafæri verður honum leitað lækninga á annan hátt."

(Vesturland, 12.árgangur 9.11 1935)


mbl.is Nárotta sem þurfti að kaghýða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðar ekki svaraverður.

Sí algengara er að sjá þau viðbrögð við sumum sjöllum - að menn nenna barasta ekki að svara þeim.   Segja bara:  Eigi svaravert.  End of story.

Í þessu tilfelli er vissulega í bígerð að svara manninum ef hann skrifar þá formlegt bréf - en viðbrögðin eru ígildi eftirfarandi:  Þú ert ekki svaraverður.

Eg mundi hafa áhyggjur af þessu í sjalla sporum.

Æ algengara að fólk nenni ekki að eyða tíma í að svara þeim.

Sjallar verða að læra að vanda málflutning sinn miklu betur.  Þeir hafa verið svo óábyrgir undanfarin misseri og ár í málflutningi og umræðu allri,  að það er bókstaflega eyðandi og stórskemmandi fyrir landið og lýðinn - að maður minnist ekki á allan skaðakostnaðinn sem af þeim hlýst.


mbl.is Segist ekki skilja ummæli Heiðars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband