Ekkert frést af afnámi gjaldeyrishafta og 800 milljörðum framsóknarmanna?

Ekkert frést?  

Mig grunar að þetta eigi eftir að enda eins og í Ný-Fundnalandi. Elítan þar rústaði landinu ítrekað með þeim afleiðingum fyrir rest,  að innbyggjar sáu enga aðra leið færa en að fá Kanada til að bjarga sér undan ofríki elítunnar. Hitt er svo annað mál vissulega, að það er alveg merkilegt hve almenningur hér er fús til að afsala sér öllum réttindum og ganga sjálfviljugur í gapastokk elítunnar undir þeim formerkum að ,,Landið vilji svo mikið vera sjálfstætt". Þessi rök halda engu vatni. Landið sem slíkt er bara hlutlaust. Íslandi er alveg slétt sama hvaða fyrirkomulag er. Slétt sama. Enda getur enginn fært fram nein skjöl eða gögn um vilja þess. Langbest væri og óskastaða, ef bakkað yrði aftur til svo sem fyrir 1900 og haldið áfram eðlilegu sambandi við dani.


Bloggfærslur 2. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband