Vilhjálmur Bjarnason sjallaþingmaður hefur betri og meiri húmor en allir framsóknarmenn samanlagt.

,,Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Stöð 2 að landshlutanefndin sé miklu fremur skemmtinefnd á vegum kaupfélagsstjórans í Skagafirði. Það sem hafi birst grundvallist ekki á neinni hagkvæmni.

Landhelgisgæslan geti auðvitað verið hvar sem er og Skagafjörður sé ekki kjörsvæði rafmagnsveitna, þarna sé framleitt lítið rafmagn. Þetta sé gamansemi og skemmtiefni, framhald á Fiskistofu sem sé fyrst og fremst tilræði við Hafnarfjörð og þingmenn í Suðvesturkjördæmi."

http://www.visir.is/-skemmtinefnd-kaupfelagstjorans-i-skagafirdi--skilar-af-ser/article/2014141219472

HAHAHAHA.  ,,Skemmtinefnd á vegum kaupfélagsstjórans í Skagafirði".  Hahahaha.

Nú fer að styttast í þessari ríkisstjórn.  Sem betur fer. 


Um ástæður þeirrar nýtilkomnu tísku að senda grunnsólabörn í kirkju á aðventu á skólatíma og standa í helgileikveseni og jesúmyndaföndri.

Þessi tíska kemur mér dáldið á óvart.  Verð að segja það.  Margir tala um hefð og sona.  Eg segi fyrir minn hatt, að eg man aldrei eftir þessu frá minni grunnskólagöngu.  Ef eg spyr fólk á álíka aldri, þ.e. sem var í grunnskóla frá um 1970 og framyfir 1980 - það kannast nánast enginn við þetta.  Nánast enginn.

Hvaða hefð er fólk þá að tala um?

Þetta virðist nefnilega bara nýtilkomið.

Eg held að ástæðurnar tengist einhverju samviskubiti fólks.    Þ.e.a.s. að það telur að það vanræki það að kenna börnum siðferði og ákveðin gildi nútímasamfélags.

Og þá vill það leysa það með einhverju svona instant trikki.  Senda börn í kirkju á aðventu og setja upp helgileik ásamt jesúmyndaföndri.

 


Er ríkisstjórnin að springa?

Þau tíðindi berast nú út með ógnarhraða, að forsætisráðherra hafi kallað saman ríkisstjórnina með stuttum fyrirvara þegar hann millilenti á landinu, - og kynnt einhverja fyrirætlanir um að flytja böns af stofnunum til Skagafjarðar.

Eg veit það ekki, en þegar eg sá þessar hugmyndir á prenti fyrst - hélt ég að komið væri Gamlárskvöld og skaupið væri byrjað.

Því verður vart trúað að allur framsóknarflokkurinn standi í alvöru á bakvið þetta.  Svo vitlaust er það að meira að segja þeir allir myndu tæplega styðja slíkan fáránleika.

Það þarf heldur ekki að tala hljóðlega um það að sjallar eru brjálaðir yfir þessu.

 


Bloggfærslur 14. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband