Framsóknarmenn nenna ekki Ríkisútvarpinu og forsætisráðherra nennir ekki að vinna.

Það að forsætisráðherra svokallaður nenni ekki að vinna kemur eigi mikið á óvart.  Maðurinn hefur aldrei gert neitt nema leika sér.  Hann heldur bara áfram að gera það eina sem hann kann.  þ.e. að leika sér.

Hitt kemur verulega á óvart að þeir framsóknarmenn skuli ekki nenna Ríkisútvarpinu.  Og þeir hafa þá gengið í sjallabjörgin óhugnalegu fullkomlega í því máli.

Þeim mun athyglisverðara er nefnt nennuleysi framsóknarmanna, að það er þvert á loforð þeirra fyrir kosningar.  En þarf þó kannski ekki að koma beinlínis á óvart - Þeir svíkja jú allt sem þeir lofa.

En þögn almennra þingmanna flokksinns í nánast öllum málum er æpandi.   Þessir þingmenn eru mestanpart úr Landsbyggðarkjördæmum - og þeir þegja bara.

Aumt lið og lítilmannlegt.


Stjórnarandstaðan á þegar í stað að stoppa öll mál framsjalla á þingi þangað til þeir lofa að haga sér eins og menn.

Það er það eina sem dugar á þetta lið.  Það er komið nóg af dónaskap framsóknarmanna og sjalla gagnvart þjóðinni.  Stjórnarandstaðan verður að beita öllum úrræðum sem tiltæk eru og staðan er orðið þannig að þeir verða einfaldlega að stoppa allt og beita sömu aðferðum og framsjallar beittu gegn Jafnaðarstjórninni á sínum tíma.  Framferði ríkisstjórnar hinna ríku verður að stöðva.


mbl.is „Birtum kannski eitthvað síðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband