Getur það staðist að skattleggja heildarskuldir fjármálafyrirtækja í slitameðferð?

Eg held ekki.  Sérstaklega ef haft er í huga, að hluti krafna fæst aldrei greiddur.

Það væri með ólíkindum ef dómsstólar féllust á upplegg það sem sett er fram í lögunu um skattlagningu þrotabúa.  Jú jú, það kemur alveg til álita einhver skattlagning þarna - en hvernig framsetningin er, þ.e. hve breiður skatturinn er og brútalt - þetta fæst enganvegin staðist og það er frekar mikið áberandi að skatturinn er gegn meginregum skattalaga.

Jafnframt rýrir þetta kröfurnar sem slíkar náttúrulega og er þvert á það sem almennt tíðkast.  Þetta er hænufet frá eignaupptöku og sennilega nær hálfu hænufeti.

Ef þrotabúin bregðast ekki við og beita sér í dómsmáli - þá væri það eiginlega mjög furðulegt.

Þessvegna er sérkennilegt að heyra stjórnmálamenn tala eins og ekkert sé sjálfsagðara en þessi skattlagning.  Þessi skattlagning er ekkert sjálfsögð og nokkuð margar hliðar á henni sem vekja spurningar sem þrotabúin hljóta að vilja fá svarað í dómssölum.

Ennfremur hlýtur þetta bara að vekja eftirtekt erlendis.  Vegna þess að talað er um að um 94% krafna séu erlendar.  

Erlendir aðilar hljóta einfaldlega að hugsa sig vel um áður en þeir láta peninga hingað upp.   Augljós hætta er á að Þeim peningum sé  öllum meira og minna stolið með einum eða öðrum hætti og flestir, nánast allir, tala bara eins og það sé sjálfsagt.


Eg er hræddur um að það sé líklegt að bankaskattur á slitabú verði dæmdur ólöglegur.

Ef dómsstólar hérna fallast á þennan skatt án athugasemda - þá væri það eiginlega mjög skrítið.

Það eru nokkuð margar ástæður fyrir því að eg tel líklegt að þetta muni lenda í einhverri vitleysu í dómsferli.

Slitabúin hafa nokkur sterk rök með sér - ef þau vilja beita þeim.  Og búast má við að þau muni vilja beita sér af öllu afli gegn skattinum, allavega í því formi sem hann er nú ráðgerður.


Bloggfærslur 5. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband