Eru tómir vitleysingar í ríkisstjórninni?

Það verður að segjast eins og er að viðbrögð ráðamanna við mótmælunum í gær eru afskaplega sérkennileg.  Það er engu líkara en ráðamenn séu bæði veruleikafirrtir og vitlausir.  

Það er eins og þeir hafi orðið alveg steinhissa yfir að þjóðin er brjáluð vegna óheiðarleika og lygi framsjalla.  Samt hef eg margsagt mönnum þetta hér.  Það er allir brjálaðir útí ykkur, hef eg sagt.  

Jú jú, hugsanlega hef eg dregið heldur úr lýsingunum á reiði þjóðar útí framsjalla frekar en hitt.  Eg tek þá sök á mig.  Að hafa farið of mildum höndum um framsjallaóbermin.

Skynsamlegast væri fyrir stjórnvöld að segja af sér áður en eitthvað verra hlíst af.  

Eg er td. hræddur við ef framsóknarmenn fara að ausa um 100 milljörðum úr ríkiskassanum til vel stæðra einstaklinga undir verkstjórn Brynjars og þeirra sjalla.  Það gæti barasta framkallað byltingu.

Þessvegna vil eg biðja framsjalla fallega:  Segið af ykkur og boðið til kosninga.


Bloggfærslur 4. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband