Því minna sem ríkisstjórnin gerir varðandi afnám hafta - því bjartsýnni verður Bjarni!

Eg verð að segja fyrir minn hatt, að þetta er orðið þreytt.

Margt bendir til að ríkisstjórnin sé að falli komin.  Hver skandallinn á fætur öðrum og ráða- og vitleysið algjört.

Hvar sem sést til ráðamanna leynir pirringurinn og taugaveiklunin sér ekki. 

Þeir framsjallar ættu nú þegar, strax eftir helgi, að skila umboðinu áður en enn verra leiðir af þeim en nú er raunin.  

Það gengur ekki að hanga bara á valdataumunum bara vegna þess að framsóknarmönnum og sjöllum finnist svo gaman að níðast og böðlast á sinni eigin þjóð og seilast í vasa hinna verr stæðu og moka undir elítuna.

Segið af ykkur!  Strax!! 


mbl.is Bjartsýnn um afnám gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband