Þetta hlýtur maðurinn samt að hafa gert viljandi.

Maðurinn hleypur bókstaflega inní Cameron þegar hann gæti auðveldlega sveigt framhjá honum.  Cameron stoppar en hlauparinn keyrir bókstaflega inní hann eða hleypur uppí fangið á honum.

Þetta hlýtur að hafa verið gert viljandi.  Hver tilgangurinn með því gæti verið skal eg ekki meta.

Hitt er svo önnur umræða, að öryggisgæslan bregst þarna gjörsamlega.  Verðirnir horfa  eitthvað útí loftið og ekkert skipulag.   Eftir atvikið er Cameron barasta skilinn einn eftir en verðirnir eru að gera - ja, eg veit ekki hvað þeir fara að gera eftir atvikið.  Ekki að gæta Camerons svo mikið er víst.

Hlýtur að flokkast sem öryggisgæsluhneyksli. 


mbl.is Hljóp á forsætisráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband