Eru framsjallar búnir að rústa heilbrigðiskerfinu algjörlega?

Nú er maður að heyra sögur úr öllum áttum af fólki sem verður veikt og fer þá til viðkomandi stofnanna sem hafa sinnst slíku - og þá er bara enga þjónustu að fá.  Fólki er bara vísað burtu.  Ja, fyrst látið bíða og bíða og bíða - og bíða.  Og loks kemur einhver og stynur uppúr sér að allir læknar séu farnir.  Það sé enginn sem hafi þekkingu á sjúkdómum og ekkert sé hægt að gera.

Lítur út fyrir að staðan á þessu landi eftir ofsaframferði framsjalla og að því er virðist hatur þeirra á þjóðinni - sé bókstaflega að verða hörmulegt.

Það er stóralvarlegt mál ef búið er að leggja heilbrigðisþjónustuna niður og lágmark að manni sé þá sagt frá því. 


Bloggfærslur 18. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband