Enn ljúga framsjallar. Eru alltaf sí-ljúgandi. Ráðast svo að alþýðu manna með þjóðrembingslurki og lúberja.

,,Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir þrjátíu prósent lægri heildarútgjöldum fjögurra manna fjölskyldu en Hagstofan gerir. Miðað er við sömu rannsókn í báðum útreikningum.

Fjármálaráðuneytið hefur kynnt útreikninga sem stuðst er við í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Þar kemur meðal annars fram hve mikla peninga fólk noti til matarinnkaupa. Ráðuneytið kveðst nota neyslukönnun Hagstofunnar við útreikningana. Í útreikningum ráðuneytisins er meðal annars gert ráð fyrir að heildarútgjöld fjögurra manna fjölskyldu séu 465.000 krónur á mánuði. Það er um 200.000 krónum lægri upphæð en fram kemur í Rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofan vinnur, sem er sama rannsókn og ráðuneytið studdist við. Rósmundur Guðnason, sviðsstjóri efnahagssviðs hjá Hagstofunni, veit ekki hvernig stendur á því að svo miklu munar á tölunum.

http://www.ruv.is/frett/matarinnkaup-raduneytisins-miklu-laegri


Bloggfærslur 14. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband