Ef þetta eru gögn úr ICIJ Offshore Leaks Database - þá gæti málið verið huge.

Skrítið að eg hef aldrei heyrt umfjöllun hér uppi um þessi gögn frá ICIJ en þetta hefur verið mjög umtalað erlendis.  Hér er video um hvernig þetta kom til.  Í heildina er þessi leki svo stór og svo miklar upplýsingar að afar mikið verk er að vinna úr öllum gögnum:

 

 


mbl.is Ljóstrað upp um leynilega reikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástand uppsjávarfiskistofna í N-A Atlandshafi ekki gott. ICES ráðleggur samdrátt. LÍÚ búið að ofveiða það allt saman.

Þetta er ekki gott.  Viðvörunarbjöllur klingja.

Athygli vekur ráðleggingin í síldinni og makrílnum.  Kolmunninn kemur ekki svo á óvart því talsvert er síðan að LÍÚ stór-ofveiddi hann og hefur sá stofn eigi borið sitt barr síðan. 

Það kemur líka í ljós, það sem eg margsagði fólki, að ICES var ekkert að ráðleggja stóraukna makrílveiði síðustu misseri eins og sumir vildu meina.  Þeir voru að endurmeta og bæta stofnlíkun og áætlanir o.þ.h.

Þeir ráðleggja um 800-900 tonna heildarkvóta.

http://www.ices.dk/sites/pub/Publication%20Reports/Advice/2014/2014/mac-nea.pdf

Eigi fást upplýsingar frá LÍÚ um hve mikið af makríl þeir hafa veitt í íslenskum sjó á þessu ári.  Sem er furðulegt - og þó.  Kannski ekki þegar búið er að rústa öllum eftirlitsstofnunum af þeim framsjöllum.  Það veit enginn neitt og LÍÚ gerir barasta það sem þeim sýnist. 


Bloggfærslur 1. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband