Góðkunningjar framsjalla og þjóðbelginga, þeir rússar, loka á LÍÚ. Hvað er að ske?

Það hefur ekki farið mikið fyrir eftirfarandi frétt:

,,Rússar loka á nokkur íslensk fyrirtæki.

Nokkrir íslenskir framleiðendur sjávarafurða hafa fengið tímabundið bann við innflutningi á fiskafurðum til Rússlands. Í þeirra hópi eru meðal annars stór fyrirtæki og skip í vinnslu á uppsjávarfiski, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Frostfiskur, verksmiðja HB Granda á Vopnafirði, Huginn VE, Ísfiskur, Skinney-Þinganes og Vinnslustöðin. Tveir aðilar eru auk þess í sérstöku athugunarferli, þ.e. Gnúpur GK og Loðnuvinnslan.

Á sínum tíma framseldi Tollabandalag Rússlands og fleiri ríkja heimild til Matvælalstofnunar Íslands til að skoða og taka út vörur hjá íslenskum fyrirtækjum sem mega flytja afurðir sínar til Rússlands. Þannig hefur þetta verið í nokkur ár. Fulltrúar Tollabandalagsins komu síðan til landsins í haust og gerðu þá sérstaka úttekt á nokkrum íslenskum fyrirtækjum og kemur innflutningsbannið í kjölfar þess."

...

http://www.fiskifrettir.is/frettir/114609/


Sumt sem sumu fólki dettur í hug að færa fram í umræðum, - er einfaldlega ekki umræðuhæft.

Maður sér oft þann tendens að menn vilja segja sem svo:  Ja, er ekki allt í lagi að ræða þetta og hitt og sjá svo bara til hvaða kost fólk vill velja eða hvað fólk vill gera o.s.frv.

Þetta er ekki rökrétt að sjálfsögð nálgun á hluti eða viðfangsefni.

Eða ætla menn núna, 2015, að fara að taka debatt um það hvort Jörðin sé flöt?  Og jafnvel fara með það inná Alþingi eða borgarstjórn og ræða þar?

Nei!  Hélt ekki.  Engum dettur það í hug.

Sumt sem sumir vilja ræða i borgarstjórn eða á Alþingi er sama eðlis.  Ekki umræðutækt!  Vegna þess hve vitlaust uppleggið er og hve hroðalega mikil fáfræði fylgir afstöðu eða skoðunum sumra.

Ef það á að vera þannig, að sama hve vitlaust uppleggið er eða hve mikil heimska innifelst í ákveðnum sjónamiðum o.s.frv., - að samt eigi að fara að ræða það allt vítt og breytt um samfélag, - þá erum við að tala um eiginlega, að sá samfélagsstrúktúr sem þó ríkir núna muni molna niður eða til vara molna úr honum á alla kanta.

Það er eitt af trikkunum við velgengni vesturlanda á seinni mörgum tugum ára, að það er vinsuð vitleysan úr á byrjunarstigum og hún kemst ekkert að ráði inní kerfið.  

Það er alveg bráðnauðsynlegt að stoppa vitleysu sem fyrst.

En núna er eins og menn vilji meina að öll vitleysa eigi að hafa jafn mikinn relevance og hvað annað.  Það eigi að gefa hvaða vitleysu og fáfræði sem er status á við lærðustu vísindi, - og svo eigi að vera debatt!  Á Alþingi og Borgarstjórn og helstu stofnunum!

Það er sem eg segi, að engu líkara er en það sé barasta ekki í lagi með hluta innbyggja hérna.  Engu líkara. 


Auðvitað eru framsjallarnir að ræna þjóðina sínum eðlilega arði.

Og nú koma innbyggjar af framsóknarfjöllum eins og vanalalega þegar framsóknarmenn og sjallar eru komnir með allt á hælana og rúmlega það,  eftir hrægammaskytterí með haglabyssu eins og bjánar, skuldaniðurfelling svikin og lyklafrumvarp með.

Hvenær ætlar þessari þjóð að bera gæfa til að skilja það og átta sig á, að tilgangur framsóknaróbermanna og sjallabjálfanna í pólitík er að arðræna þá sem verr standa í samfélagi og moka undir elíturassa framsjalla?  Hvenær ætlar hún að skilja það þjóðin?  ALLIR!?

Það ætti nú ekki að vera erfitt a skilja.  Fólk er horfandi uppá ósköpin daglega og stundum margoft á dag!

Þegar framsjallar rogast, pungsveittir, með fjármuni almennings yfir til elíturassanna og auðmanna item alskyns fjárglæframanna og braskara uppá framsóknarlagið.


mbl.is „Arðurinn tekinn frá þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í takt, - enda allt annað en Syriza lofaði fyrir kosningar og það sem þeir hafa lýðskrumast með undanfarin misseri.

Ekkert líkt.  Það er barasta allt lagt til hliðar!

Ok. þá kemur það athyglisverða:  Hvernig tala Syriza og Tsipras þá um þetta samkomulag heimafyrir?  Jú grikkir hafa brotið blað!  Og þá heimssögulega, skilst mér.

Þetta er merkilegt.  Og þá í framhaldinu hvað kjósendur þeirra gera.

Ótvíræður sigurvegari hlýtur að teljast hann Wolfgang fjármálaráðherra Þjóðverja.  Hann er að verða einn merkilegasti stjórnmálamaður Evrópu á okkar tímum.

Hann sagði bara við grikki að nú væri ríkisstjórnartími Syriza runnin upp og þá bæri mönnum að halda sig við raunveruleikann.  Dráumórar ættu þar ekki heima.  (Og hvort hann bætti ekki við, að það væri bara vandamál þess flokks sem lofaði einhverju fyrir kosningar sem hann gæti ekki staðið við.  Það væri ekkert sitt vandamál eða þjóðverja hverju menn lofuðu í hinum mismunandi flokkum fyrir kosningar.)


mbl.is Ekki i takt við loforð Syriza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syriza fellur frá sínum meginkröfum og kosningaloforðum. Engin skuldaniðurfelling og engin aukin ríkisútgjöld.

En málið er að vísu skilið eftir opið.  Þetta er frestur og um framhaldið þarf að taka ákvarðanir á nokkrum sviðum.

Í raun er flest enn óljóst hvernig Syriza ætlar að beita sér í stjórn.  Það er engin reynsla af þessum mönnum.

Verður eiginlega frekar mikið athyglisvert að fylgjast með hvernig þróunin verður í framhaldinu.  Ljóst er að Syriza hefur nú bakkað frá sínum aðal kosningaloforðum og stóryrðum síðustu ára, allavega tímabundið.


Fjármálaraherra grikkja skandaliserar. Kallar fjármálaráðherra Hollands lygara. Vitni: Ég hélt það yrðu handalögmál.

Eg beið bara eftir þessu.  Að ráðamenn Syriza myndu verða sér til skammar.  Að sjálfsögðu er slík orðræða óþekkt á þessum leveli og fjármálaráðherra Hollands varð furðu lostinn, sem vonlegt var:

,,Menteur !» hurle Yánis Varoufákis, fou de rage. Jeroen Dijsselbloem, habitué à la courtoisie qui règne habituellement au sein du club des ministres des Finances de la zone euro, est livide. Le Néerlandais, président de l’Eurogroupe, paraît bien fragile face au massif ministre grec des Finances au physique à la Bruce Willis. «C’était incroyable. On a vraiment cru qu’ils allaient en venir aux mains», raconte un témoin de la scène."

http://www.liberation.fr/economie/2015/02/18/grece-le-mauvais-plan-de-bruxelles_1205426


Forsætisráðherra Portúgals: Meginkröfur grikkja eru ,,childrens fairy-tale".

Er náttúrulega rétt hjá honum.

Það er ekkert Evruríki sem hefur fallist á megin upplegg grikkja.  

,,Portuguese Prime Minister, Pedro Passos Coelho. Branding Tsipras’s debt restructuring plans a “children’s fairy-tale”, Passos Coelho claimed that it was “not possible that a country might, for example, not accept its international commitments, not pay its debts, want to raise salaries, lower taxes and still expect partners to have the obligation to guarantee its financing”. He similarly warned against considering the situation in Greece an excuse “to rethink the entirety of Europe.” Such “abuses” were harmful and counter-productive in light of the progress Europe had made in the past months. Instead, Passos Coelho called for the Hellenic Prime Minister to not solely attribute Greece’s problems to the European Union. Ireland, Spain and his own country had been subject to the same rules as Greece under the bail-out programme and succeeded in returning to a path to prosperity."

http://eucotracker.eu/eucomeetings/2015/02/11/portuguese-government-rejects-special-treatment-of-greece-ahead-of-council-meeting


Það hafa allir hafnað megin kröfum Syriza og grikkja. Ekki bara þjóðverjar.

Grikkir eru að fara fram á stórfelda lækkun ríkisskulda.  Ríkisskuldirnar eru aðallega skuldir við Evrópuríki og komu til þegar Grikkland var endurfjármagnað á hagstæðum kjörum fyrir nokkrum árum.  Þeir borga nánast enga vexti af þessum lánum og vaxtakostnaður þeirra er lægri en Íslands miðað við hlutfall af GDP, svo dæmi sé tekið.

Tsipras og Syriza eru að fara fram á að þessar skuldir verði að hluta felldar niður.

Þetta getur auðvitað ekkert ríki samþykkt.  Segir sig alveg sjálft.

Þetta er svona sambærilegt ef Ísland hefði farið fram á það, að færeyingar myndu fella niður um helming lánsins sem þeir veittu íslendingum eftir að sjallar rústuðu landinu síðast.

Tsipras og Syriza eru að eyðileggja svo fyrir sér og Grikklandi með fráleitum kröfum, - að maður áttar sig tæplega á hvað þeim gengur til með þessu.

Gagnrýni á Syriza fer vaxandi meðal annarra pólitískra afla í Grikklandi.  M.a. er bent á, að innan Syriza flokkabandalagsins eru öfl sem tengjast gömlu kommúnistunum og þar er á kreiki hugmyndafræði sem erfitt er að sjá að fitti inn í dag varðandi vanda Grikklands.

Talið er að sí erfiðara verði fyrir Tsipras að halda öllum örmum flokksinns saman.


mbl.is Grikkir óska eftir framlengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á almenningur mikinn skaðabótarétt á framsóknarmenn?

Það er vel lýðum ljóst hve mikið tjón framsóknarflokkurinn hefur bakað almenningi.  Nægir að nefna bankann þeirra og svo fíaskóið þegar þeir lágu á hnjánum árum saman fyrir framan alþjóðlegt stórfyrirtæki, gott ef ekki hrægamma, og gáfu eftir rétt þjóðarinnar og höfðu af almenningi stórfé, tug milljarða á tug milljarða ofan.

Saga framsóknarmanna hin seinni ár er saga skaða og tjóns fyrir land og lýð.


mbl.is Almenningur fái sama rétt og ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert bólar á afsökunarbeiðni framsóknarmanna til þjóðarinnar. Kunna ekki að skammast sín óbermin þau arna.

,,Pæling dagsins: Þarf Sigmundur ekki að biðja fólk afsökunar?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var spurður út í ásakanir Víglundar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni nokkrum klukkustundum eftir að Víglundur hafði sent frá sér gögnin, sama morgun og umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöður frumkvæðisathugunar á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í tengslum við rannsókn lögreglu á lekamálinu svokallaða, í beinni sjónvarpsútsendingu af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Sigmundur tók undir ásakanir Víglundar, sagði þær grafalvarlegar og að mikilvægt væri að málið yrði rannsakað. Ef til vill voru viðbrögð forsætisráðherra eilítið misráðin, því með því að taka undir málstað Víglundar gaf hann ásökunum á hendur fjölda embættismanna og starfsmanna ráðuneyta og ríkisstofnanna, um óheilindi í starfi og beinlínis lögbrot, byr undir báða vængi.

Í nýrri skýrslu Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann kynnti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag, er fullyrðingum Víglundar vísað á bug. Í raun og veru er niðurstaða skýrslunnar að ekki standi steinn yfir steini í málflutningi Víglundar. Pæling Kjarnans er því þessi: Þarf ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að útskýra málflutning sinn úr Bítinu morguninn eftir að Víglundur sendi gögnin? Eiga stjórnmála- og embættismennirnir sem ásakaðir voru um lögbrot ekki rétt á því? Þar Sigmundur Davíð kannski að biðja fjölda fólks afsökunar?

http://kjarninn.is/2015/02/paeling-dagsins-tharf-sigmundur-ekki-ad-bidja-folk-afsokunar/


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband